Hafðu samband
+354-846-9750 / sunnuhv@gmail.com

Jari frá Kjartansstöðum

Einstakur hestur sem hefur kennt systkinunum á Sunnuhvoli margt, enda fyrsti keppnishesturinn hjá þeim öllum. Jari er undan Jarþrúði frá Kjartansstöðum og Viðari frá Viðvík, fæddur árið 1992. Jari er þessi eðlismjúki, íslenski töltari. Hann er reiðhestur númer 1 á bænum og öll börnin hafa alist upp með honum.

Blesi frá Laugarvatni

Blesi er undan Brynju frá Miðdal og Núpi frá Sigmundarstöðum, fæddur árið 1995. Árið 2004 höfðum við mikið leitað af keppnishesti fyrir Arnar Bjarka en hann reyndist svo vera til hjá afa Sigga. Blesi hefur verið mjög farsæll á keppnisbrautinni, meðal annars margfaldur suðurlandsmeistari, efstur á Reykjavíkurmeistaramóti og margsinnis annar í fjórgangi á Íslandsmótum. Einnig […]

Birtingur frá Bólstað

Birtingur kom til okkar í hestakaupum. Hann hefur reynst vel í gæðingaskeiði er frábær skeiðhestur og ómetanlegur kennari fyrir ungar dömur á skeiðbrautinni.

Rebekka frá Kjartansstöðum

Rebekka er frábær alhliða hryssa sem við eignuðumst veturinn 2014. Hún hlaut sinn hæsta hæfileikadóm sumarið 2015 eða 8,73 fyrir hæfileika og þar af 9,5 fyrir skeið og vilja og geðslag. Rebekka er undan heiðursverðlaunahestinum Arði frá Brautarholti og Krúnu frá Kjartanssstöðum Í íþróttakeppni hefur hún hæst hlotið 6,93 í forkeppni F1    

Tinni frá Kjartansstöðum

Glódís Rún fékk hann Tinna í fermingagjöf á hvítasunnudag 15.05.2016. Þau höfðu þó eitthvað prufað sig áfram á keppnisbrautinni áður með góðum árangri, m.a unnið fjórgang á Reykjavíkurmeistaramóti 2016 og riðið í 7,0 í tölti. Tinni hefur einstaka lund og gegnir ýmsum störfum í hesthúsinu, t.d hefur hann gott lag á því að vera fyrstur […]

Frigg frá Leirulæk

Frigg er keppishesturinn hennar Védísar en hún var keypt sumarið 2015. Þær kepptu fyrst saman á Íslandsmóti það sumar og enduðu í þriðja sæti í fjórgangi. Frigg er fyrstu verðlauna meri undan Háfeta frá Leirulæk og Pólstjörnu frá Nesi. Þó hún hafi hreyft við skeiðeinkunn í dómi er áherslan lögð á að stilla henni upp […]

Fálki (Taktur) frá Stóra-Hofi

Félagarnir Fálki og Veigar komu á Sunnuhvoll í þeim tilgangi að Glódís og Védís gætu æft sig að leggja og keppa í skeiðgreinum. Þessir höfðingjar eru hoknir af reynslu og hafa svo sannarlega staðið undir væntingum hjá fjölskyldunni og kennt stelpunum mikið. Fálki er undan Stíg frá Kjartansstöðum svo hann er samfeðra Sögu okkar,  stofnhryssunni […]

Veigar frá Varmalæk

Félagarnir Fálki og Veigar komu á Sunnuhvoll í þeim tilgangi að Glódís og Védís gætu æft sig að leggja og keppa í skeiðgreinum. Þessir höfðingjar eru hoknir af reynslu og hafa svo sannarlega staðið undir væntingum hjá fjölskyldunni og kennt stelpunum mikið.  

Flóki frá Þverá í Skíðadal

Flóki kom til okkar frá henni Stefaníu en hann hafði verið hennar keppnishestur í mörg ár með frábærum árangri þau unnu meðal annars fjórðungsmót á Austurlandi í unglingaflokk árið 2007 Hann er nú í eigu Védísar Huldar og er hennar keppnishestur. Þau hafa náð góðum árangri saman en Flóki er þessi ekta íslenski gæðingur með […]