Hafðu samband
+354-846-9750 / sunnuhv@gmail.com

Fréttir

Uppsveitadeildin 2015

Lið Hrosshaga/Sunnuhvols tók þátt í Uppsveitadeild Íshesta þetta árið. Liðið skipuðu þau Sólon Morthens og Þórey Helgadóttir fyrir hönd Hrosshaga og Arnar Bjarki og Árný Oddsdóttir fyrir hönd Sunnuhvols. Keppt var í alls fjórum greinum á þremur kvöldum. Fyrstu greinina, fjórgang, sigraði Arnar Bjarki á hestinum Glæsi frá Torfunesi, Sólon reið Mími frá Hvoli í a-úrslit og Árný Júpiter frá ...

Reiðnámskeið á Selfossi – örfá pláss eftir

Arnar Bjarki Sigurðsson verður með reiðnámskeið sem sniðið verður að hverju og einum. Ætlað öllum aldursflokkum og getu. 2 inná í einu í klukkutíma laugardaga og sunnudaga, helgarnar eru 24.-25. janúar, 21.-22. feb og 21.-22. mars. Arnar Bjarki var með sambærilegt námskeið á Akureyri síðasta vetur og voru þátttakendur þar alsælir með þetta fyrirkomulag. Ætlast er til að nemendur æfi ...

Kynbótasýningar 2014

Sunnuhvoll fór með tvær hryssur úr eigin ræktun á sýningar í sumar, þær Sölku og Álfdísi Rún, báðar sýndar af Arnari Bjarka. Salka er 6 vetra Sögudóttir undan Vilmundi frá Feti, hún fór í dóm á Miðfossum 15. júní og hlaut þar 9 fyrir tölt, 8,5 fyrir brokk, 9 fyrir stökk, 9 fyrir fegurð í reið, 9 fyrir vilja og geðslag ...

Norðurlandamót

Arnar Bjarki fór með hestinn sinn Arnar frá Blesastöðum á Heimsmeistarmótið í Berlín og hefur Arnar verið í þjálfun hjá Agnari Snorra í Danmörku síðan. Agnar hefur verið að keppa á Arnari í vor með frábærum árangri í fimmgangi, gæðingaskeiði og slaktaumatölti. Arnar Bjarki setti stefnuna á Norðurlandamót með Arnar og fór út til að þeir gætu stillt saman strengi. Arnar frá Blesastöðum ...

Salka í sinn fyrsta dóm

Á héraðssýningu í Borgarfirði fór hún Salka frá Sunnuhvoli, Sögudóttir í sinn fyrst dóm. Það gekk frábærlega og hlaut hún 8,23 í aðaleinkunn, 8,27 í byggingu og 8,20 fyrir hæfileika. Það dugar henni inná Landsmót sem 6 vetra klárhryssa. Borgarfjörður IS-2008.2.87-138 Salka frá Sunnuhvoli Sýnandi: Arnar Bjarki SigurðarsonMál (cm): 140   130   137   64   141   27   17 Hófa mál: V.fr. ...

Úrtaka fyrir landsmót hjá Sleipni, Ljúf og Háfeta

Nú um helgina var sameiginleg úrtaka á Selfossi hjá Sleipni, Ljúfi og Háfeta fyrir landsmót. Þær systur mættu með tvo hesta hvor í úrtökuna. Glódís Rún með Kamban frá Húsavík og Blesa frá Laugarvatni. Og Védís Huld með Baldvin frá Stangarholti og Flóka frá Þverá í Skíðadal.  Riðnar voru tvær umferðir og voru þær efstar eftir þær, Glódís Rún með ...

Útskrift frá Háskólanum á Hólum

Arnar Bjarki útskrifaðist sem Reiðkennari frá Háskólanum á Hólum í gær, 6.júní 2014. Hann hefur lagt stund á nám í reiðmennsku og reiðkennslu síðustu þrjú ár en það er nám til BSc gráðu. Hólar er lítill staður og þarna kynnist fólk betur, til verða vináttutengsl sem munu vara að eilífu. Í Skagafirði eru mörg flott hrossaræktarbú þar búa snillingar sem gaman er ...

Reykjavíkurmeistaramót

Það er alltaf mikill spenningur á Sunnuhvoli að fara á Reykjavíkurmeistarmót. Það er fyrsta útimót vorsins og þar kemur í ljós hvort þjálfun vetrarins hafi náð tilsettum árangri. Védís Huld og Baldvin kepptu í tölti og fjórgangi og Glódís Rún var með Kamban í tölti og fjórgangi, Blesa frá Laugarvatni í fjórgangi og Vonanda frá Bakkakoti í fimmgangi unglinga. Eftir forkeppni í ...

Arnar Bjarki í KS deildinni 2014

Nú í vetur tók Arnar þátt í KS deildinni. Hann komst inn í gegnum úrtöku þar sem keppt var í fjórgangi og fimmgangi og gekk það ágætlega. Á úrtökukvöldinu var dregið í lið og dróst Arnar í liðið Draupnir/Þúfur með Mette Mannseth og Gísla Gíslasyni. Deildi hófst á fjórgang og keppti þar Arnar þar á honum Mími frá Hvoli, ...

Líflandsmót og íþróttamót Mána í Keflavík

Þann 26-27 apríl var Líflandsmót haldið í reiðhöll Fáks. Við höfum alltaf mætt á þetta mót, alveg síðan Arnar Bjarki var í barnaflokki og gerðum það einnig núna. Védís Huld mætti með Baldvin frá Stangarholti í tölt, fjórgang og fimi og Flóka frá Þverá í Skíðadal í T7. Þau gerðu gott mót því þau höfðu sigur í öllum greinum. Glódís Rún fór ...