Hafðu samband
+354-846-9750 / sunnuhv@gmail.com

Sigur í skeiði hjá gömlu / Old guys go fast

Gömlu sigra skeiðið Húsbóndinn á bænum og Fálki frá Stóra Hofi sigruðu flugskeiðið í áhugamannadeildinni. Þeir áttu tvo bestu tímana 5,51 og 5,44 Liðsfélagi gamla úr liði Toyota Selfossi Sigurður Straumfjörð fór á tímanum 5,53 og hafnaði í öðru sæti, sem þýðir að liðið vann liðabikarinn í flugskeiðinu Erum ótrúlega stolt af gömlu köllunum okkar! The "Old guys" Siggi(Dad 46years old) and Fálki frá ...

Byrjun tímabilsins / Start of the season

Nú líður að vori og keppnir og sýningar fara á fullt. Sunnuhvols liðið tekur þátt í tveimur deildum þennan veturinn, Meistaradeild æskunnar og Líflands og áhugamannadeildinni. Glódís Rún og Védís Huld keppa fyrir Team Draupnir með Bergeyu, Kristjáni Árna og Signýu Sól Pabbinn í fjölskyldunni keppir svo fyrir lið Toyota Selfossi Tvö mót eru nú búin í Meistaradeild æskunnar en stelpurnar hafa staðið ...

Annasöm helgi á Sunnuhvoli – Busy weekend at Sunnuhvoll

Það var annasöm helgi á Sunnuhvoli. Á föstudaginn var Uppsveitadeild þar sem keppt var í tölti og skeiði. Árný sigraði skeiðið á Fálka frá Stóra-Hofi, liðsfélagi þeirra Sólon Morthens sigarði töltið á Ólínu frá Skeiðvöllum og liðið okkar Hrosshagi/Sunnuhvoll var stigahæsta liðið :) Á laugardag fengum við til okkar góða gesti frá HorseExpo, sýndum þeim nýju aðstöðuna og Arnar Bjarki hélt stutta sýnikennslu ...

Australian shepherd got á Sunnuhvoli

Þann 21. janúar fæddust átta aussie hvolpar á Sunnuhvoli, fjórar tíkur og fjórir rakkar, undan okkar yndislegu hundum Miu og Chewy. Hvolparnir dafna vel og er Mia mikil mamma. Hvolparnir get farið að heiman í lok mars, þá átta vikna. Nú þegar eru nokkrir hvolpar fráteknir, þeir sem hafa áhuga á að eignast einn af þessum gullfallegu hvolpum geta haft samband við ...

Búið að taka inn – A sneak peek at the new stable

30. janúar var gleðidagur á Sunnuhvoli þegar fyrstu hestar voru teymdir inn í nýtt hesthús. Það voru systkinin þrjú sem teymdu inn fyrstu hross, Arnar Bjarki með Álfdísi Rún frá Sunnuhvoli, Glódís Rún með Kamban frá Húsavík og Védís Huld með Baldvin frá Stangarholti og fylgdu á eftir ekki síðri gæðingar - Rebekka, Náttfríður og Töru-Glóð frá Kjartansstöðum og Frigg frá ...

Gleðileg jól – Merry Christmas

Kæru ættingjar og vinir gleðileg jól og takk fyrir líðandi ár. Megi gleði og gæfa fylgja ykkur inn í nýja árið. Dear friends merry Christmas and thank you for the wonderful times in this passing year. May joy and fortune follow you in the new year.

Frumtamningar ganga vel – Breaking the young ones in

Nú eru frumtamningar komnar vel á veg á Litlalandi, um 15 tryppi komin á hús og mörg hver mjög spennandi. Tryppi á tamningaraldri frá Sunnuhvoli eru; Sigur frá Sunnuhvoli BLUP125 (F. Spuni - M. Urður frá Sunnuhvoli), Hvellur frá Sunnuhvoli (F. Uggi - M. Hreyfing frá Sunnuhvoli), Höfn frá Sunnuhvoli (F. Herjólfur - M. Mörk frá ...

Frábær söluhross á húsi á Litlalandi!

Á meðan á hesthúsbyggingu stendur höfum við fengið aðstöðu í frábæru hesthúsi hjá þeim Sveini og Jenný á Litlalandi í Ölfusi. Þar er stórt og rúmgott 24hesta hús með inniaðstöðu og mjög skemmtilegum reiðleiðum. Þar erum við með mikið úrval af skemmtilegum söluhrossum af öllum stærðum og gerðum :) Eitthvað af þeim er komið inn á síðuna undir "Hestar til sölu" ...

Draumur í unghrossakeppni

Síðastliðinn sunnudag fór Arnar Bjarki með Draum frá Hraunholti í unghrossakeppni á Gæðingamóti Harðar. Draumur er mjög myndarlegur og spennandi hestur á fimmta vetur undan Ómi frá Kvistum og Hetju frá Hörgshóli. Í Mosfellsbæ er Draumur á heimavelli og kunni hann vel við sig í sinni fyrstu keppni. Hann var þriðji eftir forkeppni með einkunnina 8,27 og endaði síðan annar ...

Uppsveitadeildin 2015

Lið Hrosshaga/Sunnuhvols tók þátt í Uppsveitadeild Íshesta þetta árið. Liðið skipuðu þau Sólon Morthens og Þórey Helgadóttir fyrir hönd Hrosshaga og Arnar Bjarki og Árný Oddsdóttir fyrir hönd Sunnuhvols. Keppt var í alls fjórum greinum á þremur kvöldum. Fyrstu greinina, fjórgang, sigraði Arnar Bjarki á hestinum Glæsi frá Torfunesi, Sólon reið Mími frá Hvoli í a-úrslit og Árný Júpiter frá ...