Hafðu samband
+354-846-9750 / sunnuhv@gmail.com

Vor á Sunnuhvoli

Það er vor í lofti á Sunnuhvoli.. :) Vinnutíminn farinn að teygjast í allar áttir og ungar dömur frekar óþolinmóðar að þurfa að mæta í skólann.  Undanfarnar vikur hafa verið viðburðaríkar og vorverkin láta ekki bíða eftir sér. Fyrstu útimótin, girðingavinna, eitt stykki fermingarveisla og kynbótasýningar ásamt því að folaldsmerarnar standi í stóru við að koma framtíðargæðinum í heiminn á ...

Arnar Bjarki í KS deildinni 2014

Nú í vetur tók Arnar þátt í KS deildinni. Hann komst inn í gegnum úrtöku þar sem keppt var í fjórgangi og fimmgangi og gekk það ágætlega. Á úrtökukvöldinu var dregið í lið og dróst Arnar í liðið Draupnir/Þúfur með Mette Mannseth og Gísla Gíslasyni. Deildi hófst á fjórgang og keppti þar Arnar þar á honum Mími frá Hvoli, ...

Íþróttamaður Ölfuss

29. desember voru heiðraðir afreksíþróttamenn Ölfuss. Arnar Bjarki var tilnefndur sem hestaíþróttamaður Ljúfs. Einnig voru veittar viðurkenningar til þeirra sem höfðu unnið til íslandsmeistaratitla og var Glódís Rún verðlaunuð þar sem hún varð þrefaldur íslandsmeistari í hestaíþróttum á íslandsmótinu á Akureyri í sumar.  Íþróttamaður Ölfus var frjálsíþróttamaðurinn Styrmir Dan Steinunnarson og viljum við óska honum til hamingju með kjörið ásamt ...

Höfðingi í heimsókn

Fengum skemmtilegt símtal á dögunum frá honum Reyni Erni á Króki. Þar sem hann bauð henni Védísi Huld stórsnillinginn Baldvin frá Stangarholti að láni. Til stendur að hann verði hjá okkur í vetur og stefnt er á úrtöku og landsmót á Hellu. Reynir Örn og Baldvin hafa gert það gott á keppnisbrautinni í gegnum tíðina meðal annars verið í úrslitum í ...

Fyrsta sýnikennslan

Föstudaginn 1. nóvember hélt Arnar Bjarki sína fyrstu sýnikennslu. Sýnikennslan var fyrir börn, unglinga og foreldra í hestamannafélaginu Létti. Vegna slæms veðurs sem var á föstudaginn þá gat Arnar ekki farið með sinn eigin hest en hann fékk lánaðan hest hjá Baldvini Ara, Senjor frá Syðri-Ey og tókst sýningin mjög vel. Arnar Bjarki var einnig ræðumaður kvöldsins, hann hélt fyrirlestur þar ...

Border Collie hvolpar

Þann 28. júní síðastliðinn fæddust fimm gullfallegir Border Collie hvolpar á Sunnuhvoli. Tveir bláir rakkar (Glúmur og Grettir), ein svört tík (Hallgerður) og tveir brúnir (rakki og tík, fæddust andvana). Hvolparnir hafa braggast vel og eru fullkomlega heilbrigðir. Rakkarnir eru báðir komnir með heimili, Arnar og Stefanía eiga hann Glúm og búa með hann á Hólum en Grettir á heima ...

Alþjóðleg hundasýning HRFÍ 7.-8. september

Fórum á hundasýningu í byrjun september. Glódís Rún tók þátt í ungum sýnendum með Fjöður og urðu þær í þriðja sæti. Sýndum líka Míu (Stonehaven Bayshore Miu Miu) í unghundaflokki og Fjöður (Heimsenda Fjöður) í öldungaflokki. Mía varð besta tík tegundar með íslenskt og alþjóðlegt meistarastig. Hún er nú komin með þrjú íslensk meistarastig og tvö alþjóðleg fyrir 2 ára aldur. Fjöður varð ...

Íslandsmót á Akureyri

Nýlega lauk íslandsmóti yngri flokka, sem haldið var á Akureyri. Mótið gekk vel, veðrið var gott flesta dagana og góð stemming var á fólkinu. Arnar var með fjögur hross. Kaspar frá Kommu í tölti og gerðu þeir vel og fóru í 6,93 í tölti og voru í 5-8 sæti eftir forkeppni, Mána frá Galtanesi í tölti og fjórgang, í fjórgangnum ...