Hafðu samband
+354-846-9750 / sunnuhv@gmail.com

Vor á Sunnuhvoli

Það er vor í lofti á Sunnuhvoli.. :) Vinnutíminn farinn að teygjast í allar áttir og ungar dömur frekar óþolinmóðar að þurfa að mæta í skólann.  Undanfarnar vikur hafa verið viðburðaríkar og vorverkin láta ekki bíða eftir sér. Fyrstu útimótin, girðingavinna, eitt stykki fermingarveisla og kynbótasýningar ásamt því að folaldsmerarnar standi í stóru við að koma framtíðargæðinum í heiminn á fæðingardeildinni.

Sunnuhvolsliðið átti prýðisgott mót í byrjun maímánaðar  í Keflavík. Þar hafði Arnar Bjarki sigur í tölti á Glæsi frá Torfunesi með einkunina 7,17 en hann reið einnig Náttfríði frá Kjartansstöðum í a-úrslit með einkunina 6,74.

Glódís Rún sigraði fimFrigg frá Leirulækmganginn á Vonanda frá Bakkakoti með einkunina 6,26 og átti hún einnig sæti í a-úrslitum í tölti og fjórgangi með hryssuna Álfdísi-Rún frá Sunnuhvoli en þær eru að stíga sín fyrstu skref saman á keppnis
brautinni.Töru-Glóð

Védís Huld reið Frigg frá Leirulæk einnig í a-úrslit í tölti og fjórgangi, sigraði fjórgang og endaði önnur í tölti. Hún gerði sér svo lítið fyrir og tók þriðja sætið í 100 metrum á tímanum 8.40 á Fálka frá Stóra-Hofi en þau enduðu einnig önnur í fimmgang.

 

Árný Oddbjörg reið Tjöru frá Hábæ í a-úrslit í tölti (6,33) og fjórgangi (6,50) og endaði önnur í báðum greinum. Tjara er ung og efnileg klárhryssa sem á framtíðina fyrir sér á keppnisbrautinni.

Frábærlega var staðið að mótinu í Keflavík viljum við þakka félagsmönnum Mána og aðstandendum mótsins kærlega fyrir okkur! :)

Á Reykjavíkurmeistaramótinu bættust svo við fjórir hestar, þau Töru-Glóð og Tinni frá Kjartansstöððum, Baldvin frá Stangarholti og Kamban frá Húsavík.

Tinni frá Kjartansstöðum

 

Arnar Bjarki og Töru-Glóð áttu góða forkeppni í tölti með einkunn 7,20 og möguleikinn á sæti í b-úrslitum var staðreynd en undarleg röð atburðarrása kom í veg fyrir að Arnar var ekki látinn vita með nægum fyrirvara að hann gæti Tjara frá Hábæriðið úrslitin svo ekki varð neitt úr því. Þrátt fyrir það eru Arnar og Töru-Glóð þrælánægð með árangurinn og láta svona hluti ekki slá sig út af laginu.

Glódís Rún og Tinni gerðu gott mót og sigruðu fjórganginn örugglega með einkunnina 6,70. Úrslitin í tölti voru erfiðari viðureign og langt síðan svona margir sterkir hestar hafa sést í unglingaflokki. Niðurstaðan var þriðja sæti með Kamban frá Húsavík einkunn uppá 6,89. Védís Huld og Baldvin áttu frábæra forkeppni í tölti og uppskáru 7,0 í einkunn. Úrslitin gengu ekki alveg jafn vel en höfðu þau​ þó 1-2 sætið með 6,44.