Hafðu samband
+354-846-9750 / sunnuhv@gmail.com

Búið að taka inn – A sneak peek at the new stable

30. janúar var gleðidagur á Sunnuhvoli þegar fyrstu hestar voru teymdir inn í nýtt hesthús.

Það voru systkinin þrjú sem teymdu inn fyrstu hross, Arnar Bjarki með Álfdísi Rún frá Sunnuhvoli, Glódís Rún með Kamban frá Húsavík og Védís Huld með Baldvin frá Stangarholti og fylgdu á eftir ekki síðri gæðingar – Rebekka, Náttfríður og Töru-Glóð frá Kjartansstöðum og Frigg frá Leirulæk.

Á hverjum degi bætast við fleiri stíur svo að fleiri snillingar geti látið fara vel um sig á Sunnuhvoli.

Það er mikil tilhlökkun á bænum fyrir komandi tímum í hesthúsinu í þessari frábæru aðstöðu og ótrúlega notalegt að það sé loksins komin hestalykt í húsið! :)

 

Myndirnar voru teknar af góðum vini Þorvaldi á Kjartansstöðum.

—-

January 30 was a happy day at Sunnuhvoll when first horses were lead into the new stable.

The three Musketeers lead the first horses in,  Arnar Bjarki with Álfdísi Rún from Sunnuhvoll, Glódís Rún with Kamban frá Húsavík and Védís Huld with Baldvin frá Stangarholti followed by

the fantastic mares – Rebekka, Náttfríður and Töru-Glóð from Kjartansstaðir and Frigg from Leirulæk.

Every day more boxes are ready so more geniuses can get comfortable at Sunnuhvoll.

We are very exited for the future in this great facility and happy to finally have it smelling of horses.

 

These pictures were taken by our dear friend and relative Þorvaldur at Kjartanstaðir breeding farm.

 

 

Töru-Glóð að máta reiðhöllina.

Baldvin að máta reiðhöllina.

 

 

Náttfríður frá Kjartansstöðum í góðum gír á sunnuhvoli

Náttfríður frá Kjartansstöðum í góðum gír á Sunnuhvoli