Hafðu samband
+354-846-9750 / sunnuhv@gmail.com

Uppsveitadeildin 2015

Lið Hrosshaga/Sunnuhvols tók þátt í Uppsveitadeild Íshesta þetta árið. Liðið skipuðu þau Sólon Morthens og Þórey Helgadóttir fyrir hönd Hrosshaga og Arnar Bjarki og Árný Oddsdóttir fyrir hönd Sunnuhvols. Keppt var í alls fjórum greinum á þremur kvöldum. Fyrstu greinina, fjórgang, sigraði Arnar Bjarki á hestinum Glæsi frá Torfunesi, Sólon reið Mími frá Hvoli í a-úrslit og Árný Júpiter frá Garðakoti í b-úrslit.

Næst var keppt í fimmgangi. Þar átti liðið okkar tvo fulltrúa í a-úrslitum, Arnar á Rebekku frá Kjartansstoðum og Árnýju á Eldingu frá Hvoli. Að lokum fór svo að Arnar endaði annar og Árný fjórða.

Á lokakvöldinu var síðan keppt í tölti og skeiði. Þar áttum við einnig tvo liðsmenn í a-úrslitum, að þessu sinni Sólon á Fræg frá Flekkudal og Arnar á Toru-Glóð frá Kjartansstoðum. Í skeiðið mætti liðið með þrjá reynslubolta, þá Veigar frá Varmalæk, Fálka frá Stóra-Hofi og Gutta frá Hvammi sem skiluðu okkur áttunda, níunda og tíunda sæti. Þessi árangur skilaði liðinu sigri í liðakeppni, og öllum liðsmönnum í efstu tíu sætin í einstaklingskeppninni, Arnar varð annar, Sólon sjötti og Árný sjöunda.