Hafðu samband
+354-846-9750 / sunnuhv@gmail.com

Kynbótasýningar 2014

Sunnuhvoll fór með tvær hryssur úr eigin ræktun á sýningar í sumar, þær Sölku og Álfdísi Rún, báðar sýndar af Arnari Bjarka.

Salka er 6 vetra Sögudóttir undan Vilmundi frá Feti, hún fór í dóm á Miðfossum 15. júní og hlaut þar 9 fyrir tölt, 8,5 fyrir brokk, 9 fyrir stökk, 9 fyrir fegurð í reið, 9 fyrir vilja og geðslag og 8 fyrir fet. Hún vann sér þar með sæti á Landsmóti og sýndi hún sig með sóma þar, hélt sínum tölum en hækkaði fyrir hægt tölt úr 8,5 í 9. Salka hlaut 8,27 í byggingu og 8,23 í aðaleinkunn.

Álfdís Rún er 5 vetra undan Urði frá Sunnuhvoli (Sögudóttir) og Álfi frá Selfossi. Hún fór í dóm á Síðsumarsýningunni á Hellu. Hún hlaut 9 fyrir tölt, 9 fyrir brokk, 8 fyrir stökk, 8,5 fyrir fegurð í reið, 8,5 fyrir vilja og geðslag og 8,5 fyrir hægt tölt. Álfdís hlaut 8,07 í byggingu og 8,03 í aðaleinkunn.

Fjölskyldan á Sunnuhvoli er afar ánægð með þessar hryssur og eru þær góðir fulltrúar Sunnuhvolsræktunarinnar. Framtíðin er björt og tilhlökkun að taka inn fleiri ný hross þegar svona vel gengur.

Salka