Hafðu samband
+354-846-9750 / sunnuhv@gmail.com

Úrtaka fyrir landsmót hjá Sleipni, Ljúf og Háfeta

Nú um helgina var sameiginleg úrtaka á Selfossi hjá Sleipni, Ljúfi og Háfeta fyrir landsmót. Þær systur mættu með tvo hesta hvor í úrtökuna. Glódís Rún með Kamban frá Húsavík og Blesa frá Laugarvatni. Og Védís Huld með Baldvin frá Stangarholti og Flóka frá Þverá í Skíðadal.  Riðnar voru tvær umferðir og voru þær efstar eftir þær, Glódís Rún með 8,74 Kamban og Védís Huld með 8,71 á Baldvin. Eftir úrslit var Glódís Rún í efsta sæti með 9,02 og Védís Huld með 8,89.

Arnar Bjarki og Kaspar frá Kommu tóku þátt í B-flokki og hlutu 8,65 í forkeppni og 8,82 í úrslitum og fyrsta sæti.

 

Glódís Rún og Védís Huld eru í efstu tveim sætunum á stöðulistanum í barnaflokki fyrir Landsmótið á Hellu