Hafðu samband
+354-846-9750 / sunnuhv@gmail.com

Útskrift frá Háskólanum á Hólum

Arnar Bjarki útskrifaðist sem Reiðkennari frá Háskólanum á Hólum í gær, 6.júní 2014.

Hann hefur lagt stund á nám í reiðmennsku og reiðkennslu síðustu þrjú ár en það er nám til BSc gráðu.

Hólar er lítill staður og þarna kynnist fólk betur, til verða vináttutengsl sem munu vara að eilífu. Í Skagafirði eru mörg flott hrossaræktarbú þar búa snillingar sem gaman er heim að sækja. Arnar tók þátt í fjölda sýninga og móta á meðan hann var í skólanum bæði í Skagafirði og á Akureyri. Hann hélt einnig námskeið hjá hestamannafélaginu Létti og mun hann fylgja þeim alla leið á Landsmót.

 

Lífið á Hólum var ljúft þrátt fyrir langa og snjóþunga vetur.

Gaman verður að koma í heimsókn í Skagafjörð í framtíðinni og rifja upp góðar minningar.