Hafðu samband
+354-846-9750 / sunnuhv@gmail.com

Reykjavíkurmeistaramót

Það er alltaf mikill spenningur á Sunnuhvoli að fara á Reykjavíkurmeistarmót. Það er fyrsta útimót vorsins og þar kemur í ljós hvort þjálfun vetrarins hafi náð tilsettum árangri.

Védís Huld og Baldvin kepptu í tölti og fjórgangi og Glódís Rún var með Kamban í tölti og fjórgangi, Blesa frá Laugarvatni í fjórgangi og Vonanda frá Bakkakoti í fimmgangi unglinga.

Eftir forkeppni í fjórgangi var Glódís Rún efst með Blesa og önnur með Kamban og Védís Huld fjórða með Baldvin. Glódís mætti með Blesa í úrslitin og enduðu þau fyrsta sæti og Védís varð önnur á Baldvini.

Eftir forkeppni í tölti var Glódís Rún efst með Kamban og Védís Huld önnur með Baldvin. Í úrslitum höfðu þær sætaskipti, Védís Huld endaði í fyrsta sæti með einkunnina 7.03 og Glódís Rún í öðru með einkunnina 7.00.

Glódís Rún varð svo sjötta í fimmgangi unglinga á Vonanda, allt gekk vel nema smá bras á skeiði. Engin b úrslit voru riðinn í þessum flokki, þannig að þau eiga enn eftir að ná því að komast í úrslit.