Hafðu samband
+354-846-9750 / sunnuhv@gmail.com

Arnar Bjarki í KS deildinni 2014


Nú í vetur tók Arnar þátt í KS deildinni. Hann komst inn í gegnum úrtöku þar sem keppt var í fjórgangi og fimmgangi og gekk það ágætlega. Á úrtökukvöldinu var dregið í lið og dróst Arnar í liðið Draupnir/Þúfur með Mette Mannseth og Gísla Gíslasyni. Deildi hófst á fjórgang og keppti þar Arnar þar á honum Mími frá Hvoli, ungum Auðssyni sem er í okkar eigu. Þeir komust í b úrslit. Fimmgangurinn var næstur, þar var Arnar með Engil frá Galtastöðum en gekk það ekki nógu vel og komust þeir ekki í úrslit. Í töltið fékk Arnar lánaða hryssu hjá Guðmundi Tryggvasyni og Helgu Árna að nafni Rún frá Reynisstað. Voru þau efst inn í B-úrslit eftir forkeppni en enduðu önnur í úrslitunum. Arnar keppti einnig á Rún á tveimur ístöltsmótum, Bautatöltinu og Stjörnutöltinu þar sem þau voru í a-úrslitum í bæði skipti. Á lokakvöldinu var keppt í slaktaumatölti og skeiði í gegnum höllina. Þar var Arnar með Kamban frá Húsavík í slaktaumatöltinu og Stygg frá Akureyri í skeiðinu. Arnar endaði í b úrslitum á Kamban og varð 9. á Stygg.

Í stigakeppninni endaði Arnar í 7. sæti og Draupnir/Þúfur liðið endaði í öðru sæti í liðakeppninni.

Arnari býðst að vera liðstjóri í KS deildinni næsta vetur.Draupnir