Hafðu samband
+354-846-9750 / sunnuhv@gmail.com

Líflandsmót og íþróttamót Mána í Keflavík

Þann 26-27 apríl var Líflandsmót haldið í reiðhöll Fáks. Við höfum alltaf mætt á þetta mót, alveg síðan Arnar Bjarki var í barnaflokki og gerðum það einnig núna. Védís Huld mætti með Baldvin frá Stangarholti í tölt, fjórgang og fimi og Flóka frá Þverá í Skíðadal í T7.

Þau gerðu gott mót því þau höfðu sigur í öllum greinum.

Glódís Rún fór á íþróttamót Mána og keppti þar í fjórgangi og tölti á Kamban frá Húsavík. Þau höfðu einnig sigur í báðum greinum.

Systurnar voru frekar sáttar við árangur helgarinnar og keppnistímabilið þar með hafið.