Höfðingi í heimsókn

Fengum skemmtilegt símtal á dögunum frá honum Reyni Erni á Króki. Þar sem hann bauð henni Védísi Huld stórsnillinginn Baldvin frá Stangarholti að láni. Til stendur að hann verði hjá okkur í vetur og stefnt er á úrtöku og landsmót á Hellu.
Reynir Örn og Baldvin hafa gert það gott á keppnisbrautinni í gegnum tíðina meðal annars verið í úrslitum í A og B flokki á landsmótum.
Við á Sunnuhvoli og þá sérstaklega Védís Huld viljum þakka Reyni Erni fyrir ótrúlegt örlæti að lána henni þennan höfðingja.
Tókum stutt myndaband af Védísi og Baldvin þar sem hún þjálfar hann í fyrsta skipti eftir að hann kom á Sunnuhvol.