Hafðu samband
+354-846-9750 / sunnuhv@gmail.com

Fyrsta sýnikennslan

Föstudaginn 1. nóvember hélt Arnar Bjarki sína fyrstu sýnikennslu. Sýnikennslan var fyrir börn, unglinga og foreldra í hestamannafélaginu Létti. Vegna slæms veðurs sem var á föstudaginn þá gat Arnar ekki farið með sinn eigin hest en hann fékk lánaðan hest hjá Baldvini Ara, Senjor frá Syðri-Ey og tókst sýningin mjög vel.

Arnar Bjarki var einnig ræðumaður kvöldsins, hann hélt fyrirlestur þar sem hann sagði krökkunum frá árangri sínum í keppni og reynslu sinni ásamt því að leiðbeina þeim með mikilvæg atriði í hestamennskunni.

Kvöldið var ánægjulegt í alla staði og gaman var að sjá hvað krakkarnir höfðu mikinn áhuga. Arnar Bjarki fékk jákvæð viðbrögð frá foreldrum og stjórn Léttis.

Við viljum þakka Létti fyrir þetta tækifæri og vonumst við eftir frekara samstarfi við þetta metnaðarfulla félag. Einnig viljum við þakka Baldvini Ara fyrir lánið á frábærum hesti.