Hafðu samband
+354-846-9750 / sunnuhv@gmail.com

Border Collie hvolpar

Þann 28. júní síðastliðinn fæddust fimm gullfallegir Border Collie hvolpar á Sunnuhvoli. Tveir bláir rakkar (Glúmur og Grettir), ein svört tík (Hallgerður) og tveir brúnir (rakki og tík, fæddust andvana). Hvolparnir hafa braggast vel og eru fullkomlega heilbrigðir. Rakkarnir eru báðir komnir með heimili, Arnar og Stefanía eiga hann Glúm og búa með hann á Hólum en Grettir á heima hjá Lofti og Vilborgu í Myrkholti.

Hallgerður er ennþá að leita að heimili, hún er mjög falleg, hreinræktuð, hentar frábærlega sem heimilishundur, hesthúsa og eða fjárhundur. Mjög góðar ættir eru á bak við hvolpana og mikið af þessu kyni hefur verið notað í að smala með mjög góðum árangri. Einnig hefur þetta kyn mikið verið í sýningum með glæsilegum árangri, sigurverar aftur í ættir. Hérna má sjá mynd af henni og video af hvolpunum sem tekið var áður en rakkarnir fóru að heiman.

YouTube Preview Image